Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksines, var sá þingmaður sem talaði mest allra á nýafstöðni þingi. Hann er því nýr ræðukóngur Alþingis. Eyjólfur flutti 562 ræður og athugasemdir(andsvör) og talaði í samtals 1.936 mínútur
— Skýringarmynd/Morgunblaðið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksines, var sá þingmaður sem talaði mest allra á nýafstöðni þingi. Hann er því nýr ræðukóngur Alþingis. Eyjólfur flutti 562 ræður og athugasemdir(andsvör) og talaði í samtals 1.936 mínútur. Hann stóð því í rúmar 32 klukkustundir samtals í ræðustól Alþingis á 154. löggjafarþinginu.

Næstur Eyjólfi kom margfaldur ræðukóngur síðustu ára, Píratinn Björn Leví Gunnarsson. Hann flutti 518 ræður/andsvör og talaði í samtals 1.509 mínútur. Það gera rúmar 25 klukkustundir samtals. Sú þingkoma sem lengst talaði var Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Hún flutti 262 ræður og andsvör og talaði í samtals 1.096 mínútur. Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi töflu.

Á lista yfir þá 10 þingmenn sem lengst hafa talað má sjá að þar má finna fjóra þingmenn Pírata, þrjá þingmenn Flokks fólksins, tvo þingmenn Viðreisnar og

...