Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Forseti Íslands ávarpaði þingheim við þinglok í fyrrakvöld en forsetinn kemur ekki til þingfrestunar nema hann sé að láta af embætti.

Guðni Th. Jóhannesson sagði við þetta tilefni meðal annars:

„Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Hér á hinu háa Alþingi er þungamiðja hins pólitíska valds. Hingað sækja ráðherrar umboð sitt en þingmenn sækja sitt umboð til þjóðarinnar. Því er svo brýnt að fólk geti borið traust til Alþingis, að hér sé unnið að almannaheill, hlúð að hagsmunum þeirra sem byggt hafa upp okkar öfluga samfélag og búið í haginn fyrir næstu kynslóðir.“

Í huga okkar í Samfylkingunni snúast stjórnmálin öðru fremur um að tryggja almannahagsmuni. Að stuðla að umbótum og framförum öllum til heilla, ekki fáum útvöldum. Þetta á við í öllum málaflokkum; heilbrigðisþjónustu, menntun, auðlindanýtingu, uppbyggingu samgangna, og þannig mætti áfram telja. Ákvarðanir okkar verða að standast

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir