Margt hefur áunnist á þessu eina ári en ljóst er að verkefnin framundan eru ærin. Ég mun hér eftir sem hingað til vinna heilshugar að framfaramálum fyrir íslenskt samfélag.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir

Um þessar mundir hef ég verið í embætti dómsmálaráðherra í eitt ár. Þetta ár hefur verið afar viðburðaríkt fyrir íslenskt samfélag og einnig hafa verið sviptingar á hinu pólitíska sviði.

Ég ákvað í upphafi að leggja sérstaka áherslu á að koma í gegn breytingum á bæði útlendingalögum og lögreglulögum, en einnig vildi ég leggja áherslu á endurskoðun fullnustukerfisins og baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Þegar litið er yfir farinn veg er ljóst að mikill árangur hefur náðst í þessum málaflokkum.

Íslenskt samfélag er að takast á við flókna stöðu í málefnum útlendinga sem kallar á skýra sýn og aðgerðir. Um það sammæltist ríkisstjórnin með heildarsýn í málefnum útlendinga í því augnamiði að ná betri stjórn á málaflokknum. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti frumvarp mitt um nauðsynlegar breytingar á útlendingalögunum sem hafa það markmið að fækka umsækjendum um alþjóðlega vernd, auka skilvirkni í málsmeðferð og

...