Hvalur Afrán sjávarspendýra við Íslandsstrendur hefur aukist.
Hvalur Afrán sjávarspendýra við Íslandsstrendur hefur aukist. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is

Afrán sjávarspendýra á hafsvæðinu við Ísland hefur meira en tvöfaldast á þessari öld, samkvæmt nýlega birtri skýrslu, þar sem reynt er að slá máli á hvað sjávarspendýr éta á ári. Afránið nú er talið vera um 13,4 milljónir tonna alls af sjávarfangi ár hvert, en áætlað er að fiskur sé um þriðjungur þessa en áta tveir þriðju.

Í skýrslu sem kom út árið 1997 var lagt mat á afrán hvala á þeim tíma og var niðurstaðan þá sú að hvalirnir ætu um sex milljónir tonna af sjávarfangi, þar af um tvær milljónir tonna af fiski. Sambærilegar tölur nú eru 13,4 milljónir tonna af sjávarfangi eins og fyrr sagði, þar ef er magn fiskjar talið vera um 4,6 milljónir tonna.

Guðjón Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið að inni í fyrrgreindum 13,4 milljónum tonna sé einnig afrán sela, sem hann segir vega lítið í

...