Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir

Stjórn Blaðamannafélags Íslands krefst þess að yfirvöld rannsaki netárás sem gerð var á fjölmiðla Árvakurs. Í ályktun sem félagið sendi frá sér í gær segir að árás sem þessi á frjálsan fjölmiðil sé atlaga að lýðræðinu.

„Það er til marks um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að þeir skuli vera fórnarlamb árása á borð við þá sem miðlar Árvakurs, þar á meðal Morgunblaðið, mbl.is og K100, urðu fyrir í gær. Það er ömurlegt til þess að vita að rússnesk glæpasamtök séu nú með gögn fyrirtækisins í gíslingu og að árásin hafi haft alvarleg áhrif á starfsemi miðlanna,“ segir í ályktuninni.

Þar segir enn fremur að taka þurfi viðburð sem þennan föstum tökum. „Árás sem þessi er ekkert annað en atlaga að grunnstoðum lýðræðisins og frjálsri fjölmiðlun sem við sem samfélag þurfum að taka alvarlega og fordæma. BÍ treystir því að yfirvöld rannsaki árásina gaumgæfilega í ljósi alvarleika hennar og geri ráðstafanir til

...