Þó að atkvæði féllu að meginhluta eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu, þá voru viðbrögð þingmanna VG með þeim hætti að ósættið blasti við.
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Þinglokin á laugardag voru að sumu leyti hefðbundin, en að mörgu leyti bara alls ekki. Þó að innri mein stjórnarflokkanna hafi orðið öllum ljós fyrir ári, þegar þingið var fyrirvaralaust sent heim og málum stjórnarinnar sópað í ruslafötuna vegna innbyrðis ósættis, þá var það ekkert á við það sem blasti við landsmönnum síðustu þingvikuna þennan veturinn.

Lokavikan hófst með framlagningu vantraustsyfirlýsingar á hendur matvælaráðherra, sem var afgreidd á fimmtudag. Þó að atkvæði féllu að meginhluta eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu, þá voru viðbrögð þingmanna VG með þeim hætti að ósættið blasti við.

Starfandi formaður VG, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sagði tvo þingmenn Sjálfstæðisflokksins óstjórntæka, þar sem annar þeirra hefði setið hjá en hinn varið matvælaráðherra vantrausti með atkvæði sínu.

Þetta þótti mörgum sérstakt í ljósi þess að tveir þingmenn VG greiddu atkvæði með vantrausti

...

Höfundur: Bergþór Ólason