Okkar stef er og verður alltaf að skattahækkanir séu aldrei eina rétta svarið eins og öðrum flokkum verður tíðrætt um.
Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir

Þingveturinn sem lauk aðfaranótt sunnudags var í senn viðburðaríkur og afkastamikill. Eldsumbrot á Reykjanesi settu einna mestan svip á þingstörf og samþykkti Alþingi fjölmargar stuðningsaðgerðir við fólk og fyrirtæki vegna ástandsins í Grindavík. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið og verður áfram að tryggja öryggi fólks og fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki í Grindavík eftir fremsta megni. Síðastliðið ár hefur enn og aftur minnt okkur á að náttúran ræður hérna á Íslandi.

Á vormánuðum náðust langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Stöðugleiki á vinnumarkaði er hagur þjóðarinnar allrar. Á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar til stuðnings kjarasamningum var hækkun hámarksgreiðslna úr fæðingarorlofssjóði, sem að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins mun ná til allra þeirra sem eiga rétt á greiðslum vegna fæðingarorlofs. Á næstu þremur árum verða hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði þannig hækkaðar um helming. Um er að

...