Þar er mikilvægt að innlend fyrirtæki og neytendur sitji við sama borð og aðrir á innri markaði Evrópusambandsins.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Á dögunum kom út skýrsla starfshóps utanríkisráðherra sem leggur til aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða, en hópurinn var skipaður í janúar á þessu ári. Niðurstaða hópsins er sú að forðast beri gullhúðun við innleiðingu sem getur komið niður á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Gullhúðun, eða blýhúðun, er það kallað þegar EES-gerðir eru innleiddar í íslenska löggjöf með meira íþyngjandi hætti en EES-samstarfið kveður á um; þegar gengið er lengra en regluverkið gerir kröfur um. Niðurstöður skýrslunnar eru skýrar og greinargóðar og tillögurnar markvissar.

Bætt framkvæmd við innleiðingu EES-gerða hefur verið sérstakt baráttumál undirritaðrar á Alþingi. Ég lagði fram skýrslubeiðni á síðasta þingvetri til að varpa ljósi á umfang gullhúðunar og brást umhverfisráðherra þegar í stað við með umfangsmikilli úttekt. Í byrjun árs lagði ég sömuleiðis fram þingsályktunartillögu um bætta þinglega meðferð EES-mála.

Ég tek

...