Brýnast að bæta kjör þeirra verst settu
Jónína Björk Óskarsdóttir
Jónína Björk Óskarsdóttir

Á hverju ári leggja þingmenn Flokks fólksins fram fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra. Meðal þessara mála eru þingsályktunartillaga um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, frumvarp um 100.000 kr. frítekjumark vegna lífeyristekna, undanþágu hjálpartækja frá virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna aldraðra. Af öllum þeim málum sem snerta aldraða er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins. Flestir þeir sem eru í þessum hópi hafa engar tekjur aðrar en lífeyri frá almannatryggingum. Í þessum hópi eru fullorðnar konur, ömmur og langömmur sem eyddu öllum sínum starfsæviárum í það að vera heimavinnandi húsmæður. Þessar konur eiga þar af leiðandi engin lífeyrissjóðsréttindi. Hér erum við að tala um einstaklinga sem þurfa að velja á milli þess að kaupa sér mat eða lífsnauðsynleg lyf.

...