Ellý Katrín Guðmundsdóttir
Ellý Katrín Guðmundsdóttir

Ellý Katrín Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 15. september 1964. Hún lést á Hrafnistu Sléttuvegi 13. júní 2024.

Foreldrar Ellýjar voru Petrea Sofia Guðmundsson (1929-2017) verkakona og Guðmundur Guðmundsson (1915-2000) bóndi og síðar byggingarverkamaður. Hún átti þrjú eldri systkin: Pétur Karl (f. 1958), Kristínu (1961-2007) og Guðrúnu Maríu (f. 1963).

Ellý var lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í umhverfisrétti frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún starfaði hjá Alþjóðabankanum í Washington í fjögur ár og í framhaldi lengst af hjá Reykjavíkurborg en þar stýrði hún meðal annars umhverfissviði og gegndi um nokkurra ára skeið stöðu borgarritara. Ellý Katrín greindist með forstig alzheimersjúkdóms aðeins 51 árs gömul. Hún var ötull málsvari einstaklinga með alzheimer og hvatti til opinskárrar umræðu

...