Ásgeir fæddist í Reykjavík 25. júní 1954. Hann sleit barnsskónum í Vogahverfinu við leik og samveru með krökkum í hverfinu. Ásgeir var, að eigin sögn, lélegur í fótbolta en fljótur að hlaupa, sem stundum kom sér vel fyrir hann.

70 ára Ásgeir fæddist í Reykjavík 25. júní 1954. Hann sleit barnsskónum í Vogahverfinu við leik og samveru með krökkum í hverfinu. Ásgeir var, að eigin sögn, lélegur í fótbolta en fljótur að hlaupa, sem stundum kom sér vel fyrir hann.

Ásgeir var sem stráklingur sex sumur í sveit í Nýpugörðum í Hornafirði og eitt sumar sem kaupamaður á Litlu-Hildisey í Landeyjum. Á þessum árum lærði hann að tileinka sér metnað og samviskusemi við öll störf.

Ásgeir gekk í Vogaskóla og útskrifaðist þaðan með landspróf og góðar einkunnir, enda alla tíð góður námsmaður. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hann lagði svo leið sína í Háskóla Íslands, þar sem hann nam byggingaverkfræði.

Ásgeir vann hjá Landmælingum Íslands 1975-1986 og lærði kortagerð og landmælingar. Því starfi fylgdi klifur upp um flest fjöll og fell á Suður-

...