Á Boðnarmiði hefur Ólafur Stefánsson orð á því að það verði fréttagap þegar gosið er hætt og þingið farið heim.

Á Boðnarmiði hefur Ólafur Stefánsson orð á því að það verði fréttagap þegar gosið er hætt og þingið farið heim:

Nú er þinghlé og þjóðin í vanda,
þjóð sem er litilla sanda.
Þá er tekið sér frí
og tá difið í
haföldu heitari landa


Tryggvi Jónsson yrkir á leið um Mosfellsdalinn:

Hátt upp til fjalla léttist mín lund
leiði og drungi víkja um stund.
Fagurt að líta upp til fjallanna sal
fannbarða tinda og grösugan dal.


Davíð Hjálmar Haraldsson segist hafa minna en ekki neitt vit á knattspyrnu. Horfi þó stundum á leiki til að læra orðtökin og vera viðræðuhæfur.

Lengi fannst mér leiknum spilla
að langir boltar rúlla illa.
Virtust einkum valda þessu

...