Þessi bók er beinlínis um allt sem nöfnum tjáir að nefna og er skipt í fimm kafla. Nokkrar greinar eru í hverjum bókarhluta og eru einkar fjölbreyttar að efni og efnistökum.
Nöfn „Áhugamenn um nafnfræði fá allir eitthvað bitastætt að maula og melta,“ skrifar rýnir um Nöfn á nýrri öld.
Nöfn „Áhugamenn um nafnfræði fá allir eitthvað bitastætt að maula og melta,“ skrifar rýnir um Nöfn á nýrri öld. — Morgunblaðið/Eggert

Nöfn á nýrri öld. 20 greinar í tilefni 20 ára afmælis Nafnfræðifélagsins – 3½ stjarna
Ritstjórar: Emily Lethbrigde, Rósa Þorsteinsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2023. Mjúk spjöld, 293 bls., ítarlegar skrár.

Þessi bók er beinlínis um allt sem nöfnum tjáir að nefna og er skipt í fimm kafla, I. Nöfn á fornum tíma og í heimildum; II. Nöfn, söfnun, skráning og stjórnsýsla; III. Samspil nafna og landslags; IV. Fiskar, fuglar og önnur dýr; V. Nöfn og þjóðmenning. Nokkrar greinar eru í hverjum bókarhluta og eru einkar fjölbreyttar að efni og efnistökum, flestar fylgja þær eftir fyrirlestrum á vegum félagsins. Tilvísanir eru í lok hverrar greinar, en í bókarlok eru skrár um heimildir og nöfn og allra síðast eru taldir í tímaröð fyrirlestrar á vegum Nafnfræðifélagsins 2000-20 og er þar víða drepið niður fæti. Bókin er skreytt bæði með teikningum, kortum og

...