Mark frá Mattia Zaccagni á síðustu sekúndum uppbótartíma tryggði Ítölum jafntefli gegn Króötum í Leipzig í Þýskalandi í gærkvöld, 1:1, og sæti í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta.
Vonbrigði Zlatko Dalic þjálfari Króata og Luka Modric daufir í dálkinn eftir niðurstöðu leiksins gegn Ítölum. Þeir eru líklega á heimleið.
Vonbrigði Zlatko Dalic þjálfari Króata og Luka Modric daufir í dálkinn eftir niðurstöðu leiksins gegn Ítölum. Þeir eru líklega á heimleið. — AFP/Odd Andersen

Knattspyrna
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is

Mark frá Mattia Zaccagni á síðustu sekúndum uppbótartíma tryggði Ítölum jafntefli gegn Króötum í Leipzig í Þýskalandi í gærkvöld, 1:1, og sæti í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta.

Luka Modric hafði komið Króötum yfir, 1:0, á 55. mínútu, rétt eftir að Gianluigi Donnarumma í marki Ítala varði frá honum vítaspyrnu. Allt stefndi í króatískan sigur, sem hefði fleytt liðinu beint í sextán liða úrslitin.

Nú standa Króatar hins vegar höllum fæti. Þeir enda með tvö stig í þriðja sæti og markatöluna 3:6. Frekar ólíklegt er að það dugi þeim til að verða eitt af fjórum liðum í þriðja sæti til að komast í 16-liða úrslit, en ekki útilokað. Þeir þurfa að treysta á að annaðhvort Danir eða Slóvenar tapi illa í kvöld og að Tékkar og Georgíumenn nái ekki í stig í lokaumferð F-riðils annað kvöld.

...