Þrettán Lilja Ágústsdóttir var markahæst í gær.
Þrettán Lilja Ágústsdóttir var markahæst í gær. — Ljósmynd/Jon Forberg

Sig­ur­ganga ís­lensku stúlkn­anna á heims­meist­ara­móti U20 ára landsliða í hand­knatt­leik hélt áfram í Skopje í Norður-Makedón­íu í gær þegar þær unnu sann­fær­andi sig­ur á Svart­fjalla­landi í mill­iriðli , 35:27. Ísland er þar með komið í átta liða úr­slit­in en á þó eftir að mæta Portúgal í dag. Lilja Ágústsdóttir skoraði 13 mörk fyrir íslenska liðið, Elín Klara Þorkelsdóttir sex og Elísa Elíasdóttir fimm mörk. Ísland var yfir í hálfleik, 15:14.