Frumvarpið tryggir í engu öryggi og afkomu öryrkja og öllum má vera ljóst að það er illa unnið og vitnisburður um hversu lítinn skilning og hve litla virðingu þingmenn bera fyrir öryrkjum
Inga Sæland
Inga Sæland

Á laugardaginn var almannatryggingafrumvarp ríkisstjórnarinnar keyrt í gegn á Alþingi þrátt fyrir harða andstöðu Flokks fólksins. Frumvarpið tryggir í engu öryggi og afkomu öryrkja og öllum má vera ljóst að það er illa unnið og vitnisburður um hversu lítinn skilning og hve litla virðingu þingmenn bera fyrir öryrkjum. Enda öryrkjum ekki sýnd sú lágmarksvirðing að eiga fulltrúa í nefndinni sem Steingrímur J. Sigfússon leiddi og sem sauð saman þetta frumvarp.

Flokkur fólksins gagnrýnir m.a. harðlega að meginmarkmið frumvarpsins sé að losna við nýgengi örorku með því að setja þá sem koma nýir inn í kerfið í starfsgetumat. Það er með öllu óútfært hvernig á að standa að slíku mati og hvernig vinnumarkaðurinn bregst við.

Árum saman hafa stjónvöld reynt að hnoða saman löggjöf sem þvingar öryrkja út á vinnumarkaðinn. Þau eru mest stressuð yfir því að öryrki sé ekki öryrki heldur letingi sem nennir ekki að vinna heldur sé

...

Höfundur: Inga Sæland