Ég er ekki hrifinn af afkastamiklu þingi. En ég verð aðviðurkenna að fjöldi góðra mála var afgreiddur á síðustu dögum þingsins (og nokkur miður góð).
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Það er hægt að gera upp þingveturinn með ýmsum hætti en 154. löggjafarþingi var frestað aðfaranótt síðasta sunnudags. Uppgjörið er mismunandi eftir því hver það gerir. Margir stjórnarþingmenn benda sjálfsagt á fjölda mála, á meðan aðrir telja að þingið hafi fremur markast af átökum en árangri. Svo eru þeir sem benda á að tvær ríkisstjórnir – ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar – hafi setið að völdum á liðnum þingvetri.

Í samantekt skrifstofu Alþingis kemur fram að 112 frumvörp voru samþykkt sem lög og 22 tillögur urðu að ályktunum. Alls voru 35 skriflegar skýrslur lagðar fram og 25 beiðnir um skýrslur. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 90 og var 58 svarað. Skriflegar fyrirspurnir voru hvorki fleiri né færri en 625 og var 361 þeirra svarað. Yfir 260 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað. Þingmenn virðast því forvitnari en aðrir landsmenn.

Tölfræði af þessu

...