Innleiðing Reykjavíkur á Barnasáttmálanum skiptir sköpum þegar kemur að málefnum barna, sérstaklega nú þegar fátækt og ójöfnuður hefur farið vaxandi.
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var lögfestur með lögum nr. 19/2013 og hefur hann lagagildi hér á landi og bein réttaráhrif. Reykjavíkurborg ber því að fara að ákvæðum sáttmálans við ákvörðunartökur og í athöfnum sínum.

Á fundi borgarstjórnar 18. janúar 2022 lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að hægt sé að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Allar götur síðan hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins margsinnis hvatt meirihlutann til dáða, að hefja ferlið til að komast í hóp Barnvænna sveitarfélaga. Hugmyndafræði þeirra byggist á alþjóðlegu verkefni UNICEF. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNICEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni á Barnasáttmálanum. Verkefnið er samstarfsverkefni UNICEF og félagsmálaráðuneytisins.

...