Ingólfur Ómar skrifaði mér á sunnudag: Heill og sæll. Nú hefur rignt dálítið hér á suðvesturhorninu undanfarna þrjá daga.

Regnið úðar græna grund
grænkar lyng í mónum.
Blærinn strýkur blíðri mund
brekkum víðigrónum.


Helgi R. Einarsson skrifaði mér sama dag og lét fylgja lausn laugardagsgátunnar: Fótboltinn tröllríður öllu þessa dagana og dómar falla í hita leiksins:

Rangstaða

Út á völlinn menn arka
og allir byrja að sparka.
Eftir bévítans hark
fer boltinn í mark,
en markið er ekki að marka.


Tryggvi Jónsson yrkir við ljósmynd og er ekkert ofsagt:

Rofabörð þau rjúfa svörð,
rífa í fagurt landið skörð.
Vindabarið

...