Í prentaðri dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024 eru fjórtán viðburðir merktir sviðslistir. Annað eins í klúbbi hátíðarinnar. Þetta er lengsti dálkurinn í efnisyfirlitinu.
Syndafallssagan Nína Hjálmarsdóttir og Embla unnu saman að sýningunni Eden.
Syndafallssagan Nína Hjálmarsdóttir og Embla unnu saman að sýningunni Eden. — Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Af listum
Þorgeir Tryggvason

Í prentaðri dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024 eru fjórtán viðburðir merktir sviðslistir. Annað eins í klúbbi hátíðarinnar. Þetta er lengsti dálkurinn í efnisyfirlitinu. Að hluta til skýrist það af nýlegri þróun í flokkunarkerfi listgreinanna, þar sem regnhlífin sviðslistir nær yfir leiklist, dans og óperu. En ekki síður hefur farið fram umtalsvert landnám í greininni. Illskilgreinanlegir gjörningar og formtilraunir falla hér undir og stækka flokkinn. Rétt er að geta þess að flokkunarkerfið er eilítið öðruvísi á vef hátíðarinnar, svona til að flækja málið eilítið. En auðvitað er það innihaldið sem skiptir máli.

Eins og oft áður eru sýningar sem gera mætti ráð fyrir á efnisskrám stofnanaleikhúsanna lítt áberandi á hátíðinni í ár. Hér er ekkert sambærilegt við t.d. flutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þriðju sinfóníu Mahlers,

...