Sýningin Í lausu lofti, sem stendur yfir í Galleríi Úthverfu á Ísafirði, samanstendur af nýjum skúlptúrum myndlistarkonunnar Auðar Lóu Guðnadóttur.
Í lausu lofti „Í fyrsta lagi er ég mjög glysgjörn,“ segir myndlistarkonan Auður Lóa Guðnadóttir.
Í lausu lofti „Í fyrsta lagi er ég mjög glysgjörn,“ segir myndlistarkonan Auður Lóa Guðnadóttir. — Ljósmynd/Haukur Sigurðsson

Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is

Sýningin Í lausu lofti, sem stendur yfir í Galleríi Úthverfu á Ísafirði, samanstendur af nýjum skúlptúrum myndlistarkonunnar Auðar Lóu Guðnadóttur. Blaðamaður náði tali af Auði Lóu þar sem hún var stödd fyrir austan, í Sauðaneshúsi á Langanesi en þar starfa þau hjónin sem safnverðir á sumrin.

„Það var verið að kalla eftir hugmyndum fyrir Listahátíð og ég var búin að ganga með hugmynd að þessari sýningu í smá tíma og sá að hún passaði svo vel inn í dagskrána hjá þeim þetta árið. Ég var nýbúin að eignast dóttur mína og ákvað eiginlega bara þar og þá að reyna að finna sýningunni einhvern farveg og stað en mig hafði lengi langað að sýna í Úthverfu,“ segir Auður Lóa, spurð að því hvernig það hafi komið til að hún opnaði sýningu á Ísafirði.

Náttúran mjög áhugaverð

Þá fjallar sýning Auðar

...