Áform Lyfjastofnunar Íslands um að koma naloxon, nefúðamótefni við of stórum skammti ópíóíðalyfja, í lausasölu í íslensk apótek virðast ekki ætla að verða að raunveruleika í bráð.

Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is

Áform Lyfjastofnunar Íslands um að koma naloxon, nefúðamótefni við of stórum skammti ópíóíðalyfja, í lausasölu í íslensk apótek virðast ekki ætla að verða að raunveruleika í bráð. Samningsskuldbindingar markaðsleyfishafa lyfsins í Noregi við þriðja aðila eru stærsta hindrunin að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun.

Forstjóri Lyfjastofnunar segir það vonbrigði að heyra af þessari hindrun og telur fulla þörf á lyfinu í lausasölu hér á Íslandi.

„Það olli mér vonbrigðum að heyra af þessari hindrun við markaðssetningu lyfsins á Íslandi. Við teljum fulla þörf á þessu lyfi hér á landi í lausasölu, þar sem það getur bjargað mannslífum þegar ofskömmtun hefur átt sér stað. Aðgengi annarra lyfja með sama innihaldsefni er að sjálfsögðu líka mikilvægt en þau fást ekki afgreidd úr apóteki án ávísunar læknis,“ er haft eftir

...