— Morgunblaðið/Eggert

Eldur kom upp á veitingastaðnum Intro við Katrínartún í Reykjavík um hádegið í gær. Húsnæðið var rýmt í skyndi, en mikill eldur sást blossa upp úr kjallara sem barst upp á jarðhæð. Vatnsúðarakerfi í húsinu náði að slökkva mesta eldinn og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tók síðan við. Lík­legt þykir að elds­voðinn eigi upp­tök sín að rekja í lyftu­stokk sem ekki var í notk­un. Töluverðar vatnsskemmdir urðu á húsnæðinu en engan sakaði.

Eng­ar bruna­varna­bjöll­ur hringdu á skrif­stofu ferðafé­lags­ins Útivist­ar í Katrín­ar­túni 4. Þetta segir Þór­dís Sig­urðardótt­ir sem var að störf­um á skrif­stof­unni. Hún seg­ir þó að bruna­varna­bjöll­ur hafi hringt frammi á gangi, sem nokk­ur fyr­ir­tæki deila aðgengi að. „Við fór­um bara út og það var reyk­mökk­ur yfir öllu hérna úti, slökkviliðið á leiðinni og all­ir komn­ir út sem eru í þessu húsi.“