Árvakur Aðgangur að mbl.is frá Evrópu og Norður-Ameríku er opinn á ný.
Árvakur Aðgangur að mbl.is frá Evrópu og Norður-Ameríku er opinn á ný. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Miðlar Árvakurs fyrir stórfelldri netárás tölvuþrjóta um liðna helgi, sem hefiur haft víðtæk áhrif á starfsemi þeirra. Fyrir vikið hefur Morgunblaðið verið smærra í sniðum en endranær, sem meðal annars hefur haft í för með sér að ýmsir fastir liðir hafa riðlast í blaðinu og sumir jafnvel fallið niður.

Morgunblaðið þakkar lesendum þolinmæðina meðan verið er að koma starfseminni í samt lag, en blaðið mun smám saman taka á sig rétt lag á næstu dögum.

Starfsemi mbl.is og annarar þjónustu á netinu hefur lítið sem ekkert skerst, nema hvað gripið var til þess ráðs í öryggisskyni að hefta netaðgang frá útlöndum. Eru áskrifendur erlendis beðnir velvirðingar á því.

Netaðgangur mbl.is hefur nú verið opnaður á ný til Evrópu og Norður-Ameríku og verður þess vonandi ekki lengi að bíða að hann verði opnaður til annara landa heims.