Í skipastöð Armon í Gijón á Spáni er unnið þessa dagana við að fínstilla ýmsan búnað í nýjum togara Þorbjarnarins hf.
Spánn Nýr togari Þorbjarnar, Helga Björnsdóttir GK, er tilbúinn og verður 
afhentur kaupendum í lok næsta mánaðar. Verður Helgu þá siglt heim.
Spánn Nýr togari Þorbjarnar, Helga Björnsdóttir GK, er tilbúinn og verður afhentur kaupendum í lok næsta mánaðar. Verður Helgu þá siglt heim. — Ljósmynd/Þorbjörn hf.

Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is

Í skipastöð Armon í Gijón á Spáni er unnið þessa dagana við að fínstilla ýmsan búnað í nýjum togara Þorbjarnarins hf. Skipið góða, Hulda Björnsdóttir GK 11, verður afhent kaupendum 31. júlí næstkomandi, gangi allt eftir og þá strax siglt heim.

„Svona er planið nákvæmlega núna, en smíði og afhending togarans hefur tafist um nokkra mánuði. Núna virðist þetta þó allt vera að ganga upp,” segir Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirninum, í samtali við Morgunblaðið.

Uppkeyrsla á vélbúnaði og raftækni í togaranum er verkefnið ytra þessa dagana. Vélmenn og tæknimenn frá Þorbirnium eru þar svo og Valur Pétursson skipstjóri sem útgerðin fól að hafa auga með lokafrágangi á skipinu og sigla því svo heim. „Menn eru núna að reyna ýmis tæki í lestinni og svo þarf að tékka á spilum og togbúnaði. Einnig þarf að fara í sjóprófanir, en allt

...