Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, tekur undir með Ástríði Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra landskjörstjórnar, að fræða þurfti almenning betur um hvað geri kjörseðla ógilda.
Þórunn Sveinbjarndardóttir
Þórunn Sveinbjarndardóttir

Birta Hannesdóttir
birta@mbl.is

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, tekur undir með Ástríði Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra landskjörstjórnar, að fræða þurfti almenning betur um hvað geri kjörseðla ógilda.

Hvað varðar ákvæði kosningalaga um gildi atkvæða telur Þórunn hins vegar núverandi framkvæmd ágæta og efast um að önnur framkvæmd sé betri.

„Það þarf að vera einföld og samræmd framkvæmd sem allir þekkja og kjósendur, hvar sem þeir mæta í kjördeild, geti kosið með sama hætti.“

Hún telur það hins vegar eðlilegt að landskjörstjórn taki þetta til skoðunar og komi tillögum sínum til þingsins og í kjölfarið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Misvægi á milli flokka til skoðunar

Aðspurð hvort skoðaðar hafi verið aðrar breytingar

...