Göngugarpur á Grenivík hefur skrifað bækur um Kinnar- og Víknafjöll. Hann segir Gjögraskaga vera nafn með tignarleika og reisn. Dýrð fjallanna er rómuð og í nýjustu bókinni segir frá landslagi og leiðum á Flateyjardal og í Náttfaravíkum.
Landsýn Horft af Skjálfandaflóa til fjalla á skaganum sem segir frá í bókinni. Fremst á myndinni djarfar fyrir húsunum í Flatey, sem fór í eyði árið 1967.
Landsýn Horft af Skjálfandaflóa til fjalla á skaganum sem segir frá í bókinni. Fremst á myndinni djarfar fyrir húsunum í Flatey, sem fór í eyði árið 1967.

Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is

Alls 55 fjöll í allri sinni dýrð eru til frásagnar í nýrri bók, Kinnar- og Víknafjöll með mínum augum eftir Hermann Gunnar Jónsson á Grenivík. Þetta er þykkt rit í plastkápu, 320 blaðsíður, sem þó hæfir vel í poka ferðamanna; ætlað til leiðsagnar um áhugavert svæði. Ekki síður henta bækurnar þeim sem kjósa að skoða landið heima í stofu því landakort, texti og ljósmyndir spila saman og skapa heildarsýn. Þarna er undir skaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa norðan Víkur- og Ljósavatnsskarðs.

Segja má að skagi þessi sé klofinn í tvennt af Flateyjardal og nú segir Hermann frá fjöllunum austan hans. Frá tindum og toppum vestan dals segir hann í bókinni Fjöllin í Grýtubakkahreppi sem kom út fyrir nokkrum árum.

Hermann segir bókaskrif hafa sprottið af fjallabrölti sínu; áhugamáli

...