Uppsetningu útveggja á nýjum meðferðarkjarna Landspítalans miðar vel og er búið að klæða tvo af fimm hlutum byggingarinnar.
Staðan í apríl Búið var að setja upp útveggi á vestustu einingunni, eða fingrinum.
Staðan í apríl Búið var að setja upp útveggi á vestustu einingunni, eða fingrinum. — Morgunblaðið/Baldur

Baldur Arnarson
baldura@mbl.is

Uppsetningu útveggja á nýjum meðferðarkjarna Landspítalans miðar vel og er búið að klæða tvo af fimm hlutum byggingarinnar.

Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Nýs Landspítala ohf. (NLSH), segir undirbúning að uppsetningunni hafa hafist í október síðastliðnum og að áformað sé að ljúka henni í janúar eða febrúar á næsta ári.

Fram kom í Morgunblaðinu 15. desember síðastliðinn að fyrsta útveggjaeiningin var sett upp föstudaginn 1. desember. Nánar tiltekið á fyrstu hæð suðurenda vestustu stangarinnar, gegnt BSÍ, en hlutar byggingarinnar eru einnig nefndir stangir. Fjórar stangirnar eru sex hæðir, auk 2ja hæða kjallara, en fimmta stöngin á milli þeirra er lægri bygging.

„Það eru nú um 50 manns að störfum í uppsetningarteymunum. Veðurfar hefur verið nokkuð hagstætt og hefur úrkoma ekki verið vandamál. Þó getur

...