Sjöunda landsþing Kvenfjelagasambands Íslands var haldið í júní 1947 og stóð í eina viku. Alls mættu 39 fulltrúar af 17 kjörsvæðum og gerðar voru „margar merkar samþyktir“, að því er fram kom strax í fyrirsögn umfjöllunar Morgunblaðsins.
Í eldhúsinu Kvenfjelagasamband Íslands vildi létta húsmæðrum störfin.
Í eldhúsinu Kvenfjelagasamband Íslands vildi létta húsmæðrum störfin. — Morgunblaðið/Ólafur K.Magnússon

BAKSVIÐ
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is

Sjöunda landsþing Kvenfjelagasambands Íslands var haldið í júní 1947 og stóð í eina viku. Alls mættu 39 fulltrúar af 17 kjörsvæðum og gerðar voru „margar merkar samþyktir“, að því er fram kom strax í fyrirsögn umfjöllunar Morgunblaðsins.

Í fyrsta lagi var ályktað um heimilisvélar og raforkumál enda náin tengsl þarna á milli. Kvenfjelagasambandið skoraði á Alþingi og ríkisstjórn að áætla á næstu tveimur árum ríflega upphæð í erlendum gjaldeyri til innkaupa á áhöldum og rafknúnum vélum til þess að Iétta heimilisstörfin og yrði gjaldeyrinum skipt til kaupa á hinum ýmsu tækjum í samráði við Kvenfjelagasamband Íslands.

Eyðublöð yrðu send

„Ennfremur beinir landsþing K.Í. þeirri áskorun til Alþingis, að verðtollar á þessum nauðsynlegu vinnutækjum húsmæðranna verði eigi hærri en tollur

...