„Ég skil Atlantshafsbandalagið (NATO) eftir í góðum höndum. Mark er sterkur leiðtogi og sáttasemjari,“ segir Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóri NATO, en aðildarríki varnarbandalagsins hafa nú öll sagst styðja Mark Rutte til embættis framkvæmdastjóra.
Tímamót Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og verðandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), heilsar forvera sínum Jens Stoltenberg (t.h.). Rutte er sagður vera sterkur leiðtogi og réttur kostur.
Tímamót Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og verðandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), heilsar forvera sínum Jens Stoltenberg (t.h.). Rutte er sagður vera sterkur leiðtogi og réttur kostur. — AFP/NATO

Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is

„Ég skil Atlantshafsbandalagið (NATO) eftir í góðum höndum. Mark er sterkur leiðtogi og sáttasemjari,“ segir Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóri NATO, en aðildarríki varnarbandalagsins hafa nú öll sagst styðja Mark Rutte til embættis framkvæmdastjóra. Mun Rutte, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Hollands frá árinu 2010, því taka við af Norðmanninum Stoltenberg, en sá hefur leitt Atlantshafsbandalagið frá árinu 2014. Munu skiptin formlega fara fram í byrjun október næstkomandi.

Rutte segir það mikinn heiður að leiða NATO nú þegar Evrópa stendur frammi fyrir útþenslustefnu Rússlands og gjörbreyttu öryggisástandi í álfunni. „Bandalagið er og verður hornsteinn í okkar sameiginlega öryggi. Að leiða þetta bandalag er ábyrgð sem ég tek ekki af léttúð,“ segir Mark Rutte, verðandi framkvæmdastjóri NATO.

Leiðtogar

...