Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Úttekt á samkeppnishæfni Íslands sýnir að víða er þörf á umbótum hjá hinu opinbera og í atvinnulífinu.

Íslendingar falla um sæti á milli ára og eru nú í 17. sæti af 67 í árlegri úttekt IMD-viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Mælingin gefur mikilvægar vísbendingar um hvar helst eru tækifæri til umbóta í atvinnulífi og opinberum rekstri. Mikilvægt er að þessar vísbendingar séu hagnýttar til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Singapúr er nú í efsta sæti, Sviss í öðru og Danmörk í hinu þriðja, samkvæmt mælingunni, sem Viðskiptaráð hefur kynnt. Þessi ríki  eru öll þekkt fyrir frjálst hagkerfi og öflugt atvinnulíf. Íslendingar eru enn eftirbátur annarra Norðurlandaþjóða í umræddri mælingu.

Úttekt IMD nær til 67 ríkja og byggist á 340 atriðum úr hagvísum og svörum úr stjórnendakönnun. Samkeppnishæfnin er metin út frá fjórum meginflokkum: efnahagslegri frammistöðu, skilvirkni

...