Sumarkakan Sigurður Már Guðjónsson
bakarameistari hjá Bernhöftsbakarí, elsta bakaríi landsins bakaði og
skreytti sumarköku til heiðra minningu Sofiu Sarmite Kolesnikova í
tilefni fæðingardags hennar 27. júní 1994.
Sumarkakan Sigurður Már Guðjónsson bakarameistari hjá Bernhöftsbakarí, elsta bakaríi landsins bakaði og skreytti sumarköku til heiðra minningu Sofiu Sarmite Kolesnikova í tilefni fæðingardags hennar 27. júní 1994. — Morgunblaðið/Eggert

Sigurður Már Guðjónsson bakari og kökugerðarmaður bakaði og skreytti gullfallega köku til að heiðra minningu Sofiu Sarmite Kolesnikovu, sem hefði fagnað 30 ára afmæli í dag, 27. júní, ef hún væri á lífi en hún lést fyrir rúmlega ári, þann 27. apríl. Kökuna hefur Sigurður nefnt Sumarkökuna hennar Sofiu eða Sofiukökuna. Kakan er gullfalleg massarínukaka með vanillukremi, örlitlu súkkulaði og skreytt með ferskum jarðarberjum og myntulaufum.

Fagnar 190 ára afmæli í ár

Sigurður rekur elsta bakarí landsins, Bernhöftsbakarí, sem fagnar 190 ára afmæli í ár. Hann er jafnframt formaður Landssambands bakarameistara sem stóð fyrir heimsmeist-arakeppninni í bakstri á Íslandi í byrjun júní. Það var í fyrsta sinn sem slík keppni var haldin hér. Árið 2022 var afar stórt hjá Sigurði því þá varð hann kökugerðarmaður ársins á heimsvísu. Í fyrra var hann svo fyrstur manna tekinn inn í „UIBC SELECT CLUB“ sem

...