„Mig langaði til að gera þetta fyrst fremst vegna þess að þetta hefur verið svo gaman, en ég fór fyrst í tónleikaferð um landið árið 2018 og aftur í glufu sem gafst í covid-tíð árið 2020.“
Ásgeir Trausti „Það er frábært að fara á alla þessa fallegu staði, kynnast landinu, hitta fólk og spila á tónleikum.“
Ásgeir Trausti „Það er frábært að fara á alla þessa fallegu staði, kynnast landinu, hitta fólk og spila á tónleikum.“

Viðtal
Kristin Heiða Kristinsdottir
khk@mbl.is

„Mig langaði til að gera þetta fyrst fremst vegna þess að þetta hefur verið svo gaman, en ég fór fyrst í tónleikaferð um landið árið 2018 og aftur í glufu sem gafst í covid-tíð árið 2020. Þetta er gott tækifæri til að ferðast um landið og mér finnst alveg hægt að líta á þetta sem einhvers konar frí, það er frábært að fara á alla þessa fallegu staði, kynnast landinu, hitta fólk og spila á tónleikum á kvöldin,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem leggur í dag upp í tónleikaferðalag, en hann ætlar að spila á fjórtán tónleikum víðs vegar um landið. Ferðin hefst í kvöld með tónleikum á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Yfirskrift ferðarinnar er Einför, enda verður Ásgeir einn á ferð.

„Í fyrri tónleikaferðunum var ég með annan gítarleikara og bakraddasöngvara með mér, svo það er nýtt að ég fari alveg einn, en ég verð með alls

...