34 Almar Orri Atlason fór á kostum í leiknum gegn Eistlandi í gær.
34 Almar Orri Atlason fór á kostum í leiknum gegn Eistlandi í gær. — Ljósmynd/Fiba

Íslenska kvennalandsliðið, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, sigraði í gær Danmörku í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í körfubolta, 66:50, í Södertalje í Svíþjóð.

Ísland hafnaði í þriðja sæti á mótinu og hlaut þar með bronsverðlaunin en liðið tapaði gegn Svíum og Írum í hinum tveimur leikjum mótsins.

Agnes María Svansdóttir skoraði 18 stig og tók fimm fráköst, Jana Falsdóttir skoraði 11 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar og Eva Wiium skoraði níu stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

U20 ára lið karla hóf keppni á Norðurlandamótinu á sama stað í gær og byrjaði á að vinna góðan sigur á Eistum, 84:72.

Almar Orri Atlason átti sannkallaðan stórleik og skoraði 34 stig. Tómas Valur Þrastarson skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Leo Curtis skoraði 14 stig og tók 12 fráköst.

Strákarnir mæta Svíum á morgun, Dönum á laugardaginn og Finnum

...