Frönsku kosningarnar um helgina geta reynst afdrifaríkar

Frakkar ganga til fyrri umferðar þingkosninga á sunnudag, en til þeirra efndi Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir stórsigur Þjóðfylkingar Marine Le Pen í Evrópuþingskosningum fyrr í mánuðinum. Með því vildi Macron skora kjósendur á hólm, fá fram hvort þeim væri alvara í stuðningi sínum við pópúlísk öfl.

Allt bendir til þess að sú ráðagerð forsetans hugumstóra hafi farið fullkomlega út um þúfur; að hver sem reynist sigurvegari kosninganna, þá verði það forsetinn sem tapi.

Macron vonaðist til þess að þjóðin hallaði sér að miðjuöflum, líkt og de Gaulle hannaði kosningafyrirkomulagið til, en af skoðanakönnunum að dæma er skautunin hálfu meiri en nokkru sinni fyrr.

Óttinn við sigur Þjóðfylkingarinnar (Rassemblement national) varð að vísu til þess að sameina stærstan hluta vinstriflokka undir merkjum Nýju lýðfylkingarinnar (Nouveau Front populaire), en hún sameinaðist ekki inn að miðju, heldur út í

...