Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Þinglok urðu á 154. löggjafarþingi Alþingis um síðustu helgi. Þar með lauk viðburðaríkum þingvetri þar sem fjölmörg mál komu til kasta löggjafans. Sem menningar- og viðskiptaráðherra lagði ég fram 11 frumvörp og þingsályktunartillögur sem voru afgreidd. Má þar til dæmis nefna þingsályktunartillögu um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030 sem var samþykkt en með stefnunni er leiðin fram á við mörkuð til þess að styrkja umgjörð þessarar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar þjóðarbúsins. Stjórnvöld eru staðráðin í styðja við þróun ferðaþjónustunnar hér á landi, stuðla að samkeppnishæfni hennar og tryggja að hún vaxi í sátt við náttúru og menn. Þá samþykkti Alþingi einnig þingsályktunartillögur mínar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu og nýja málstefnu um íslenskt táknmál sem mun stuðla að aukinni framþróun þess. Íslenskan hefur mikið verið til umræðu á undanförnum misserum sem er fagnaðarefni. Það liggur fyrir að tungumálið okkar stendur

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir