Skrattinn þekkir sína, hirðir sitt og hefur alltaf sigur ef vitsmunir eru ekki notaðir til að koma í veg fyrir sigrana.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Það hefur löngum verið umfjöllunarefni í minningargreinum hvernig hinn framliðni bróðir hélt sjálfstæði sínu með sjálfstæðri búsetu. Hitt er sjaldan nefnt að hinn framliðni vildi einnig halda reisn sinni og eiga fyrir útför sinni.

Í því sjálfstæði er við ramman reip að draga. Löggjafinn skerðir bætur almannatrygginga vegna fjáreignatekna, sem eru að mestu verðbætur vegna óstjórnar í efnahagsmálum og heitir sú óstjórn verðbólga. Í raun færist sá, er reynir að eiga fyrir útför sinni, fjær markmiði sínu um sjálfstæði fram yfir gröf og dauða með skerðingum vegna vitskertrar skattlangingar á fjáreignatekjum.

Þannig getur myndast skuld við skrattann vegna útfararkostnaðar.

Önnur skuld æðri máttarvalda við skrattann

Í VI. kafla stjórnarskrárinnar er fjallað um þjóðkirkju og trúfrelsi. Þar segir:

· „Hin evangeliska

...