Á Íslandi ríkir ekki skrílræði, þar sem fólki er heimilt að hegða sér eins og því sýnist hverju sinni.
Jónas Haraldsson
Jónas Haraldsson

Hinn 17. júní sl. voru eins og alkunna er 80 ár liðin frá lýðveldisstofnuninni. Í tilefni þessa hátíðardags var víða um land haldið veglega upp á þessi merku tímamót í sögu okkar Íslendinga og ekki síst á Austurvelli að venju. Þangað var för minni heitið til að fylgjast með hátíðarhöldunum.

Mikið var mér brugðið þegar á Austurvöll var komið. Búið var að gefnu tilefni að girða Austurvöll af með stálgrindum og fyrir aftan þær stóðu lögreglumenn með stuttu millibili, viðbúnir því að hugsanlega yrði gerð atlaga að ráðamönnum þjóðarinnar og hátíðargestum, sem þar voru staddir. Að svo sé komið málum að nauðsyn beri til vegna væntanlegra skrílsláta að víggirða þurfi Austurvöll á þessum þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga er hneyksli.

Til þessa hafa hátíðarhöldin 17. júní farið friðsamlega fram. Fólk hefur mætt prúðbúið til að halda upp á og taka þátt í þessum þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga með friði og spekt, hvort

...