Theodór Guðbergsson fæddist á Bjólu í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu 19. nóvember 1950. Hann lést 17. júní sl. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hans voru Guðbergur Ingólfsson, f. 1. ágúst 1922 á Litla-Hólmi í Gerðahreppi og Magnþóra Þórarinsdóttir, f. 16. mars 1926 á Húsatóftum í Gerðahreppi. Systkini hans eru Þórarinn Sveinn, f. 1944, Bergþóra, f. 1946, d. 2024, Jens Sævar, f. 1948, d. 2010, Rafn, f. 1952, Reynir, f. 1952, Anna, f. 1953, Magnús, f. 1955, d. 1997 og Ævar Ingi, f. 1962.

Theodór kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónu Höllu Hallsdóttur, 2. nóvember 1969 og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: a) Guðbjörg, f. 23. desember 1966, gift Kjartani Steinarssyni. Saman eiga þau tvo syni, Theodór og Sigtrygg. Theodór er kvæntur Elvu Björk Traustadóttur og eiga þau tvo syni, þá Hjörvar Breka og Kjartan Trausta. Sigtryggur er kvæntur Dominick Scottolini. b) Gunnrún, f. 5.

...