Ragn­ar Stef­áns­son, jarðskjálfta­fræðing­ur, lést á Land­spít­al­an­um í gær, 85 ára að aldri.

Ragn­ar var fædd­ur í Reykja­vík árið 1938 og var son­ur Rósu Kristjáns­dótt­ur og Stef­áns Bjarna­son­ar.

Ragn­ar var um ára­bil einn helsti jarðskjálfta­fræðing­ur Íslands. Fékk hann meðal ann­ars Íslensku bók­mennta­verðlaun­in árið 2022 fyr­ir bók­ina Hvenær kem­ur sá stóri? og fjall­ar hún um jarðskjálft­a­rann­sókn­ir.

Gekk Ragn­ar gjarn­an und­ir viður­nefn­inu „Ragn­ar skjálfti“ og var það skír­skot­un í starfs­vett­vang hans.

Ragn­ar stundaði nám við Upp­sala-há­skóla í Svíþjóð og lauk Fil. kand.-prófi (B.Sc.) í stærðfræði og eðlis­fræði 1961 og Fil. kand.-prófi í jarðeðlis­fræði 1962 og árið 1966 Fil.lic.-prófi (Ph.D.) í jarðskjálfta­fræði.

Árin 1962–1963 og frá 1966 til 2003 var hann for­stöðumaður jarðeðlis­sviðs Veður­stofu Íslands og

...