Á Boðnarmiði skrifar Magnús Halldórsson um netárás á Moggann …

Á Boðnarmiði skrifar Magnús Halldórsson um netárás á Moggann: Gögnin gætu ratað til rússnesku leyniþjónustunnar.

Árás þessa allir skilja,
yfir vofa bólstraský.
Því gramsa Pútín virðist vilja,
Vísnahorni Blöndals í.

Þórhallur Ingason skrifar: Kunningi minn Jóhann Skírnisson er að ljúka glæstum starfsferli í innanlandsfluginu. Í tilefni þess sendi ég honum hugrenningar „síðasta“ farþegans.

Síðasta ferð til Akureyrar.

Mótora þandi svo magnaðist kliður
maskínan þaut eins og flaug út í geim.
En svo breyttist stefnan í norður og niður
við náum því líklega heim.

Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson yrkir um Elliglöp og það er eins og maður hitti sjálfan sig fyrir:

Elliglöp við ekkert réð,
alltaf þrengdist safnið.

...