Karlmenn í flegnum hvítum skyrtum hafa alltaf heillað mig. Sögupersónan herra Darcy hefur því verið í miklu uppáhaldi hjá mér og eitt af mínum uppáhaldsatriðum í kvikmyndasögunni er atriðið í Hroka og hleypidómum (Joe Wright) frá 2005 þegar herra Darcy (Matthew Macfadyen) snertir fyrst Elizabeth Bennet (Keira Knightley).
Ástin Nicola Coughlan og Luke Newton í hlutverkum Penelope og Colin sem eru í forgrunni í þriðju þáttaröðinni.
Ástin Nicola Coughlan og Luke Newton í hlutverkum Penelope og Colin sem eru í forgrunni í þriðju þáttaröðinni.

Af listum
Jóna Gréta Hilmarsdóttir
jonagreta@mbl.is

Karlmenn í flegnum hvítum skyrtum hafa alltaf heillað mig. Sögupersónan herra Darcy hefur því verið í miklu uppáhaldi hjá mér og eitt af mínum uppáhaldsatriðum í kvikmyndasögunni er atriðið í Hroka og hleypidómum (Joe Wright) frá 2005 þegar herra Darcy (Matthew Macfadyen) snertir fyrst Elizabeth Bennet (Keira Knightley). Hann tekur í höndina á henni og hjálpar henni upp í hestvagninn sinn. Ég tók andköf af hrifningu og hélt að ég myndi aldrei sjá neitt eins kynþokkafullt í sjónvarpinu aftur en mér skjátlaðist.

Bridgerton er rómantísk Netflix-þáttaröð byggð á samnefndri bókaseríu eftir Juliu Quinn og segir frá Bridgerton-fjölskyldunni og öðru bresku yfirstéttarfólki í makaleit á fyrri hluta 19. aldar. Fyrsta þáttaröðin, sem byggir á bókinni Hertoginn og ég, kom á Netflix árið 2020 og segir frá Daphne Bridgerton (Phoebe

...