Akranes Maðurinn lést á gjörgæsludeild 23. júní.
Akranes Maðurinn lést á gjörgæsludeild 23. júní. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Karl­maður á sex­tugs­aldri lést þann 23. júní á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans af áverk­um sín­um eft­ir að hafa fallið á bygg­ing­ar­svæði á Akra­nesi fyrr í mánuðinum.

Þetta staðfest­ir Kristján Ingi Hjörv­ars­son, sett­ur aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, í sam­tali við Morgunblaðið. Maður­inn féll á bygg­ing­ar­svæðinu þann 12. júní en lést af áverk­um sín­um ellefu dög­um síðar.

Lög­regl­an er með málið til rann­sókn­ar en vildi ekki gefa upp frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu.