Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, kallar eftir skýrari lagasetningu varðandi netverslun með áfengi. Segist hún lesa þannig í núverandi löggjöf að hún heimili ekki erlendum netverslunum að reka lager hér á landi, líkt og tíðkast hefur um nokkurra ára skeið.
Spursmál Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Arnar Sigurðsson í setti.
Spursmál Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Arnar Sigurðsson í setti. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, kallar eftir skýrari lagasetningu varðandi netverslun með áfengi. Segist hún lesa þannig í núverandi löggjöf að hún heimili ekki erlendum netverslunum að reka lager hér á landi, líkt og tíðkast hefur um nokkurra ára skeið. Þetta segir hún í nýjasta þætti Spursmála.

Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður hjá Santé, er henni ósammála og nefnir að hvergi nokkurs staðar í löggjöfinni sé minnst orði á lager verslunar af þessu tagi. EES-samningurinn sé skýr og fyrirtæki sem skráð eru erlendis hafi heimild til hefðbundinna viðskipta með áfengi hér á landi, þrátt fyrir að ríkiseinokun á smásölu áfengis sé ákveðin í eldri lögum.

Hafdís vill að þingið taki á sig rögg og skýri lagabókstafinn. Í viðtalinu segist hún vilja halda í ríkiseinokun á áfengissölu, ekki síst vegna lýðheilsusjónarmiða.

...