Einar P. Gunnarsson, fv. landsliðsmaður í knattspyrnu, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. júní sl., 74 ára að aldri, eftir erfið veikindi.

Einar fæddist í Njarðvík 22. september 1949 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Gunnar V. Kristjánsson frá Sólbakka í Ytri-Njarðvík, og Jóna Gunnarsdóttir frá Vinaminni í Sandgerði.

Einar hóf ungur að iðka íþróttir, einkum körfubolta og fótbolta. Hann æfði körfubolta í Njarðvík, eftir að hafa æft fyrst með Íþróttafélagi Keflavíkurflugvallar. Fótboltinn tók síðan yfir og var hann burðarás sem miðvörður í gullaldarliði Keflvíkinga er liðið varð Íslandsmeistari í þrígang, árin 1969, 1971 og 1974. Þá varð hann bikarmeistari með Keflavík árið 1975, var fyrirliði í úrslitaleik á Laugardalsvelli gegn Skagamönnum og skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri. Einar spilaði 127 leiki með Keflavík í efstu deild árin 1966 til 1979.

Einar lék 20 A landsliðsleiki fyrir Ísland

...