„Ég held ég tali fyrir hönd margra Bandaríkjamanna þegar ég segist vera kvíðin vegna þessara tveggja frambjóðenda. Þetta er hálfóraunverulegt og skiptir nánast engu máli hvor þeirra verður kjörinn,“ sagði ungur kjósandi vestanhafs
Trú Stuðningsmenn Trumps fylgjast með kappræðum. Biden forseti er sagður hafa sett flokk sinn í uppnám.
Trú Stuðningsmenn Trumps fylgjast með kappræðum. Biden forseti er sagður hafa sett flokk sinn í uppnám. — AFP

Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is

„Ég held ég tali fyrir hönd margra Bandaríkjamanna þegar ég segist vera kvíðin vegna þessara tveggja frambjóðenda. Þetta er hálfóraunverulegt og skiptir nánast engu máli hvor þeirra verður kjörinn. Það verða margir ósáttir og reiðir. Og það eitt er mikið áhyggjuefni,“ sagði ungur kjósandi vestanhafs eftir fyrstu forsetakappræður þeirra Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Donalds Trumps fv. Bandaríkjaforseta sem fram fóru á CNN í fyrrinótt.

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem horfðu á kappræðurnar sögðu Trump hafa staðið sig betur, eða 67%, og þarf engan að undra. Bandaríkjaforseti átti erfiða kafla sem einkenndust af of miklu hiki, samhengislausu tali og óskýru máli. Var forsetinn um tíma nær óskiljanlegur með öllu. Og þann vandræðagang reyndi Trump að nýta sér.

„Ég skil bara ekki hvað hann var að reyna að segja í lok setningarinnar,“

...