Hér er rýnt í sólóplötu Bigga Maus, Litli dauði/Stóri hvellur, og eigindi Bigga sem sólólistamanns sett kirfilega undir mælikerið um leið. Platan er köld og krómuð um leið og hún er afskaplega sannferðug og áhrifarík.
Ryðgaður? Nei, Biggi Maus glímir aldeilis ekki við ryð eða neitt þvíumlíkt á sannfærandi sólóplötu.
Ryðgaður? Nei, Biggi Maus glímir aldeilis ekki við ryð eða neitt þvíumlíkt á sannfærandi sólóplötu.

TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is

Maus telst með allra merkilegustu rokksveitum íslenskum og þó að sveitin starfi stopult í dag eru einstaka liðsmenn flestir að sýsla eitthvað í tónlist á eigin forsendum. Einn þeirra er Birgir Örn Steinarsson, gítarleikari og söngvari, sem búsettur er á Akureyri eins og er. Plata þessi er enda öll unnin þar og er Þorgils Gíslason (Toggi Nolem) helsti samstarfsmaður Bigga hér. Við sögu koma og Páll Ragnar Pálsson, Valmar Valjaots, Rósa Ómars (aukalag á vínylútgáfu), Eggert Gíslason og Daníel Þorsteinsson. Ég er aðeins að reyna að hugsa upphátt um sólóferil Bigga. Fyrsta útspilið var ID (2006) undir nafninu Bigital, vel rafrænt dæmi og svo var sveitinni Krónu ýtt úr vör, fremur klassískt rokktríó og lögin sem hanga á Spottanum eru ljómandi verð ég að segja. En hér er okkar maður á berangri ef svo má segja, einn og óstuddur og að

...