Ágúst Sigurðsson fæddist 22. ágúst 1936. Hann lést 21. júní 2024.

Útför Ágústar fór fram 29. júní 2024.

Hann Ágúst bróðir minn, alltaf kallaður Gústi af fjölskyldunni, hefur kvatt jarðlífið á áttugasta og áttunda aldursári. Síðustu nær tvö árin dvaldi hann á Ljósheimum á Selfossi, heilsan farin og hvíldin kærkomin. Hún Sigga hans þurfti ekki að bíða lengi eftir honum, eins og við trúum, en hún lést fyrir um mánuði.

Við Gústi vorum samferða alla tíð í Birtingaholti, sem börn unglingar og út lífið. Þau sex ár sem skildu okkur að í aldri hurfu upp úr unglingsárunum. Þegar horft er til baka koma orðin vinskapur, væntumþykja, traust og hjálpsemi upp í hugann. Gústi var mikill músíkant og hafði alla tíð yndi af tónlist og söng í kórum frá unga aldri. Fyrir fermingu samdi hann falleg lög en lét þar við sitja. Gústi var góður íþróttamaður og

...