Heyskapur Fjöldi bænda hefur nýtt veðurblíðuna undanfarna daga vel, einkum bændur á Suðurlandi.
Heyskapur Fjöldi bænda hefur nýtt veðurblíðuna undanfarna daga vel, einkum bændur á Suðurlandi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Undanfarið hafa veðurguðirnir gefið landsmönnum sýnishorn af því sem gott íslenskt sumar hefur upp á að bjóða.

Að sögn formanns bændasamtakanna, Trausta Hjálmarssonar, eru öll verk seinna á ferðinni eins og gefur að skilja.

Á Suðurlandi hafa bændur nýtt veðurblíðuna til sláttar. Trausti hefur ekki heyrt annað en að gangi vel. Tún orðin fagurgræn og heyrúllur á víð og dreif.

Gæðin í heyinu koma þó betur í ljós þegar bændur taka heysýni.

Trausti segir gæði uppskerunnar geta orðið rýrari fyrst sláttur byrjaði svo seint en bætir því við að almenn ánægja sé með magnið.

„Stytting vinnuviku“ á Hrafnagili

Jón Elfar Hjörleifsson, bóndi á Hrafnagili í Eyjafirði, segir uppskeruna líta vel út. Á bænum var byrjað að slá seinna en vanalega en áburðurinn sem notaður er skili þó ávallt góðri uppskeru.

Á

...