Vænta má mikils straums ferðamanna með skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar í sumar.
Ísafjörður Mörg þúsund ferðamanna er að vænta í vikunni.
Ísafjörður Mörg þúsund ferðamanna er að vænta í vikunni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Drífa Lýðsdóttir
drifa@mbl.is

Vænta má mikils straums ferðamanna með skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar í sumar. Í þessari viku munu þúsundir ferðamanna streyma til bæjarins, flestir þeirra áttu að koma þann 4. júlí, eða um níu þúsund.

Þetta segir Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, í samtali við Morgunblaðið.

„Það var einn dagur sem við vorum hræddir við, 4. júlí, þá var áætlað að 9.000 farþegar kæmu hingað, en það er búið að rætast úr því,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi verið skip sem gátu fært sig á aðra daga. „Datt niður í eitthvað sem er vel viðráðanlegt, fækkaði um 4.000 farþega,“ bætir hann við.

„Kaffærir“ ekki bæinn

Búið er að gefa út stefnu í bænum varðandi fjöldatakmarkanir farþega skemmtiferðaskipa. „Það sem við miðum við í verklagsreglum okkar núna er að það fari ekki yfir 7.000 farþega á

...